Matty Longstaff hefur skrifað undir samning við Toronto í MLS deildinni í Bandaríkjunum en þetta var staðfest í gær.
Longstaff er fyrrum leikmaður Newcastle og vakti fyrst athygli með liðinu fyrir fimm árum síðan.
Ferill leikmannsins hefur verið á hraðri niðurleið síðan þá og varð hann samningslaus síðasta sumar.
Longstaff er enn aðeins 23 ára gamall en bróðir hans, Sean Longstaff, er mikilvægur hlekkur í Newcastle í dag.
Matty mun nú fá tækifæri á að koma ferlinum aftur af stað en hann lék síðast með Colchester í fjórðu efstu deild Englands.
Miðjumaðurinn hefur ekki spilað í um tvö ár eftir að hafa slitið krossband og vonandi fyrir hann kemst ferillinn aftur á flug í Kanada.