Stjarnan hefur lánað Henrik Mána Hilmarsson til ÍBV og mun hann spila í Lengjudeildinni í suimar.
„Henrik mun á komandi tímabili taka slaginn með Eyjamönnum en við höfum haft góða reynslu af því að lána okkar efnilegu leikmenn þangað,“ segir á vef Stjörnunnar.
Stjarnan segir mörg félög hafa viljað fá Henrik en telja að umhverfið í Eyjum undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar henti honum best.
„Henrik hefur verið að taka sín fyrstu skref hjá meistaraflokki núna undanfarin ár og við sáum vel á síðasta tímabili hversu fjölhæfur leikmaður hann er og vitum að hann mun nýtast Eyjamönnum vel í þeirra baráttu. Hlökkum til að fylgjast með Henrik á komandi mánuðum,“ segir Helgi Hrannarr formaður mfl ráðs.