Reece James, fyrirliði Chelsea, hefur staðfest það að hann sé að snúa aftur á völlinn eftir erfið meiðsli.
James staðfesti þessar fréttir á Instagram en hann hefur ekki spilað leik síðan í desember vegna meiðsla aftan í læri.
Bakvörðurinn er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Chelsea en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning hans í vetur.
Engar líkur eru á að James spili á morgun gegn Brentford en hann vill ná sér að fullu sérstaklega þar sem Englands spilar á lokakeppni EM í sumar.
Frá árinu 2021 hefur James misst af 74 aðalliðsleikjum með Chelsea en vonandi fyrir hann og félagið nær hann sér að fullu að þessu sinni.