Wayne Rooney skoraði stórbrotið mark fyrir Manchester United árið 2011 er liðið mætti grönnum sínum í Manchester City.
Rooney skoraði með frábærri klippu innan teigs og er mark hans talið eitt það besta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Annar leikmaður United, Alejandro Garnacho, skoraði svipað mark í vetur er United vann 3-0 sigur á Everton í desember.
Rooney viðurkennir að mark Garnacho hafi verið betra en að hann sjálfur hafi skorað í stærri og mikilvægari viðureign.
,,Ég hef alltaf sagt það, það er erfiðara að skora með sköflungnum!“ sagði Rooney hlæjandi.
,,Ég veit ekki hvort þetta hitti ristina eða sköflunginn í mínu tilfelli en Garnacho skoraði betra mark. Ég gerði það hins vegar gegn Manchester City og það var betri leikur.“