Magne Hoseth hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari Lyngby, hann lifði aðeins af í 50 daga með þetta danska félag.
Hoseth var ráðinn til starfa þegar Freyr Alexandersson ákvað að hætta með liðið og halda til Kortrijk í Belgíu.
Hoseth stýrði aðeins tveimur deildarleikjum hjá Lyngby sem töpuðust báðir.
Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson eru allt leikmenn Lyngby í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson rifti hins vegar samningi sínum við félagið eftir að Freyr hætti og er í dag án félags.