Auðæfi Cristiano Ronaldo eru metinn á 600 milljónir dollara eða um 83 milljarða króna en þetta er það sem Forbes telur hann eiga í dag.
Forbes tekur saman tekjur Ronaldo en á síðasta ári þénaði hann 136 milljónir dollara en aðeins um 1/3 af þeirri upphæð kom í gegnum fótbolta.
Ronaldo er vinsælasti fótboltamaður í heimi og er með stærsta Instagram reikning í heimi þar sem hann er með 622 milljónir fylgjenda.
Hann er með 122 milljónum fleiri fylgjendur en Lionel Messi sem er í öðru sæti með 500 milljónir fylgjenda.
Þetta gefur líka vel í aðra hönd því CNN segir að Ronaldo fái um 444 milljónir fyrir hvern póst á Instagram þar sem hann auglýsir hluti.
Ronaldo er með marga stóra samninga við fyrirtæki en Instagram reikningur hans hefur gefið honum tækifæri til að þéna vel utan vallar líka.