Javier Tebas forseti La Liga á Spáni vonast til þess að Mason Greenwood framherji Manchester United verði áfram í deildinni á næstu leiktíð.
Greenwood er í láni hjá Getafe og hefur spilað vel í La Liga á þessari leiktíð eftir átján mánaða fjarveru frá leiknum.
United setti Greenwood til hliðar þegar hann var handtekinn og var undir grun um kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður.
United treysti sér ekki til að spila Greenwood en á Spáni horfir Tebas svona á málið.
„Ég er lögfræðingur, ef aðili kemur út úr máli saklaus þá er ekkert annað hægt að segja,“ segir Tebas.
„Hann er að spila vel og ég vona að hann verði hérna áfram, það væri gott fyrir okkur.“
„Ég virði dómskerfið, hann fær kannski að heyra það í fjölmiðlum en þú verður að virða lögin. Það er ekkert annað að segja.“
„Það var ekki hægt að sanna sekt hans, svo mér er alveg sama.“