Mido, fyrrum leikmaður Tottenham og samlandi Mohamed Salah segir að Egyptinn knái sé að spila sína síðustu leiki fyrir Liverpool
Mido fullyrði að Salah sé búinn að skrifa undir í Sádí Arabíu og fari þangað í sumar.
Al Ittihad vildi borga 150 milljónir punda fyrir Salah síðasta sumar en Liverpool neitaði að selja.
Talið er að Sádarnir hafi ekki gefist upp og ef marka má Mido er allt klárt.
„Mohamed Salah verður í Sádí Arabíu á næstu leiktíð,“ skrifar Mido á X-ið.
„Hann er búinn að skrifa undir,“ segir Mido einnig en Salah hefur verið jafn besti leikmaður Liverpool síðustu ár.