Ensk götublöð halda því fram að samband Marcus Rashford og Erik ten Hag sé svo slæmt að þeir talist varla saman á æfingasvæði Manchester United.
Ástæðan er djamm sem Rashford skellti sér á í Belfast á dögunum.
Rashford hellti þá vel í sig í Belfast og skrópaði á æfingu United, hann hringdi sig inn veikan þegar hann var þunnur.
Ten Hag var mjög ósáttur með þetta en Hollendingurinn hefur sagt að þeir hafi náð sátt í málinu.
Ensk blöð segja það þó varla rétt enda talast þeira varla saman og Ten Hag sagður verulega óhress með hegðun kantmannsins.
Ten Hag er í vandræðum með lið Manchester United og líkurnar á að hann missi starfið sitt í sumar eru taldar miklar.