Guardian segir frá því að nokkrir leikmenn Manchester United hafi verið fúlir yfir því að fá ekki frí frá æfingum á sunnudag.
Leikmenn United báðu um frí eftir tapleikinn gegn Fulham á laugardag.
Erik ten Hag stjóri Manchester Untied er vanur því að vera með æfingu degi eftir leik og ætlaði ekki að breyta því.
Þjálfarar United voru hissa á beiðni leikmanna um frí eftir slaka frammistöðu gegn Fulham.
Beiðni leikmanna var hafnað en mikið æfingaálag hjá Ten Hag hefur fengið umfjöllun og leikmenn United kvarta margir undan því.