Jack Grealish er meiddur enn eina ferðina en hann fékk að byrja leik Manchester City við Luton í gær.
Um var að ræða leik í enska bikarnum en City hafði betur mjög sannfærandi með sex mörkum gegn tveimur.
Grealish hefur þurft að glíma við þónokkuð af meiðslum í vetur en var mættur aftur í leik gærkvöldsins.
Eftir aðeins 38 mínútur þurfti Englendingurinn að yfirgefa völlinn og er útlitið ekki gott.
Óvíst er hversu lengi Grealish verður frá en hann hefur alls ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu.