Dágóður fjöldi sótti um starf framkvæmdarstjóra KSÍ en umsóknarfrestur rann út í gær. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ staðfestir þetta í samtali við 433.is
Klara er að láta af störfum eftir rúm þrjátíu ár í starfi hjá sambandinu.
Hún sagðist ekki vita nákvæman fjölda þeirra sem sóttu um en allar umsóknir færu á borð Þorvaldar Örlygssonar.
Þorvaldur var kjörinn formaður KSÍ um helgina og hann mun ásamt stjórn sinni meta næstu skref í ferlinu.
Ljóst er að starfið er eftirsóttarvert fyrir marga en laun framkvæmdarstjóra voru 18,9 milljónir á síðasta ári.