Brendan Rodgers, fyrrum stjóri Liverpool og núverandi stjóri Celtic, komst í fréttirnar í síðustu viku fyrir ummæli sem hann lét falla í garð blaðakonu.
Rodgers ræddi við blaðakonuna Jane Lewis og kallaði hana ‘góða stelpu’ í viðtali og er hvattur til að biðjast afsökunar.
Rodgers var í kjölfarið kallaður ‘risaeðla’ og ásakaður um kvenfyrirlitningu af mörgum.
Paul Scholes, goðsögn Manchester United, tjáði sig um málið á Instagram en var þó fljótur að eyða færslunni.
,,Þessi heimur þarf að halda kjafti… Bless!“ skrifaði Scholes er hann horfði á umræðu um málið í sjónvarpinu.
Mynd af þessu má sjá hér.