Íslenska landsliðið heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar eftir góðan og öflugan sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag.
Fyrri leik liðanna í Serbíu lauk með 1-1 jafntefli.
Íslenska liðið átti arfaslakan fyrri hálfleik og var 0-1 undir þegar fyrri hálfleikurinn var á enda.
Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði svo leikinn í þeim síðari þegar hún nýtti hraða sinn og kraft.
Sveindís lagði svo upp sigurmarkið sem Bryndís Anna Níelsdóttir skoraði og tryggði íslenska liðinu sigurinn.
Sigurinn gerir það að verkum að íslenska liðið mun eiga mun auðveldara leið inn á næstu stórmót.