Dusan Tadic, fyrrum leikmaður Ajax, grét í marga klukkutíma eftir tap liðsins gegn Tottenham í Meistaradeild Evrópu en hann rifjar upp versta kvöld lífs síns – atvikið átti sér stað 2019.
Ajax vann fyrri leik sinn í undanúrslitunum gegn Tottenham 1-0 en tapaði svo þeim síðari 3-2 á dramatískan hátt.
Tadic gat varla sofið eftir þessi úrslit en hann var mjög sorgmæddur er hann kom heim eftir leikinn í Hollandi.
Í dag leikur Tadic með liði Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa yfirgefið Ajax í sumar.
,,Þegar ég er svona vonsvikinn þá græt ég. Tilfinningarnar taka yfir,“ sagði Tadic.
,,Þú reynir að koma þessu öllu úr líkamanum. Þegar ég kom heim þá kveikti ég á sorgmæddri serbnenskri tónlist og sat á sófanum.“
,,Svo fór ég í rúmið. Ég held að ég hafi grátið alla nóttina. Svo sá ég börnin mín um morguninn og það hjálpaði.“