Það er ekki rétt að Real Madrid sé búið að loka á það að gefa goðsögn félagsins Luka Modric nýjan samning.
Þetta segir Carlo Ancelotti, þjálfari Real, en Modric er 38 ára gamall og hefur spilað með Real í 12 ár.
Modric hefur aðeins byrjað 11 deildarleiki á tímabilinu og verður samningslaus í sumar.
Ancelotti segir þó að það sé Modric sem taki ákvörðun varðandi framhaldið og að Real sé reiðubúið að halda honum í sínum röðum.
,,Það er í höndum Luka hvað gerist næst, við þurfum að bíða eftir hans ákvörðun,“ sagði Ancelotti.
,,Í virðingarskyni þá get ég ekki verið að gefa honum ráð. Hann veit alveg hvað hann vill og þarf.“