Það er byrjað að orða þónokkra þjálfara við lið Barcelona sem þarf nýjan knattspyrnustjóra fyrir næstu leiktíð.
Xavi hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins en hann tilkynnti það eftir 5-3 tap gegn Villarreal í gær.
Thiago Motta, stjóri Bologna, er orðaður við starfið en hann vildi lítið gefa upp er hann var spurður út í eigin framtíð.
,,Þetta eru sorglegar fréttir, hann hefur gert frábæra hluti og vann titilinn á síðustu leiktíð,“ sagði Motta.
,,Ég sá líka að Jurgen Klopp væri á förum frá Liverpool, það er erfitt að vera þjálfari en þetta er það starf sem við kusum.“
,,Þegar ég hef eitthvað til að segja ykkur þá mun ég gera það en það er ekkert til að segja frá í dag.“