Sagnfræðingurinn og íþróttaáhugamaðurinn Stefán Pálsson var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarp Símans alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Rætt var um slaginn um formannsstólinn hjá KSÍ í þættinum en þeir Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði. Stefán væri til í að sjá fleiri taka slaginn.
„Það er mjög merkilegt að það vilji allir verða forseti Íslands en enginn fer í þetta þó þetta sé mun betra jobb. Það eru skemmtilegri heimsóknir sem fylgja og þar fram eftir götunum,“ sagði hann léttur.
„Utan frá á maður ekkert auðvelt með að sjá mikinn málefnamun.“
Hrafnkell tók til máls.
„Þetta eru miklar klisjur og ég held að sá sem kemur inn í þetta þyrfti að koma með eitthvað allt annað að borðinu en þeir. Jafnvel eitthvað framsækið.“
Umræðan í heild er í spilaranum.