Michael Olise er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Crystal Palace og er mjög líklega á förum frá félaginu í sumar.
Chelsea hefur sýnt þessum 22 ára gamla vængmanni áhuga og það sama má segja um Liverpool.
Football London fullyrðir það að Olise muni hafna báðum þeim félögum til að ganga í raðir Manchester United.
United hefur fylgst með Olise undanfarna mánuði en ku ekki hafa sýnt eins mikinn áhuga og hin tvö stórliðin.
Olise er hins vegar harður stuðningsmaður United og hefur verið allt sitt líf og myndi mun frekar semja á Old Trafford jafnvel þó launin yrðu verri.
Það vekur þó athygli að Olise æfði með bæði Chelsea og Manchester City sem krakki en Palace fékk hann í sínar raðir árið 2021.