Divock Origi er líklega á leið til Bandaríkjanna en hann hefur lítið sem ekkert sýnt á vellinum undanfarið.
Origi er 28 ára gamall og var lengi leikmaður Liverpool en yfirgaf félagið fyrir AC Milan 2022.
Þar var Origi alls ekki sannfærandi en hann skoraði aðeins tvö mörk í 36 leikjum og var svo lánaður til Nottingham Forest.
Hingað til á þessu tímabili hefur Origi spilað níu leiki án þess að skora mark og vill Forest losna við hann úr sínum röðum.
LAFC í MLS deildinni í Bandaríkjunum vill semja við Origi og eru allar líkur á að hann sé á leið þangað á næstu dögum.
Origi er gríðarlega óvinsæll á meðal stuðningsmanna Forest og er ljóst að framtíð hans liggur ekki hjá Milan.