Andy Cole, goðsögn Manchester United, hefur áhyggjur af næsta félagaskiptaglugga félagsins sem opnar í sumar.
United hefur ekki heillað marga á þessu tímabili og er Cole á því máli að það verði erfitt fyrir félagið að fá til sín stór nöfn miðað við gengið og andrúmsloftið í dag.
Erik ten Hag er stjóri United þessa stundina en hann gæti mögulega verið valtur í sessi eftir brösugt gengi í vetur.
,,Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þeir ætla að fá inn leikmenn í sumar og fá leikmenn til að spila á Old Trafford,“ sagði Cole.
,,Þetta snýst mikið um hvar þeir enda í deildinni og hvort þeir spili í Evrópukeppni á næsta tímabili. Ef þeir komast ekki þangað, hvernig ætla þeir að selja verkefnið?“
,,Ég held að það verði erfitt fyrir United að lokka stóra leikmenn til félagsins í sumar, hversu margir eru að fara að hafna Manchester City eða Liverpool til að koma hingað?“