Jose Mourinho var rekinn frá Roma á dögunum en hann tók við liðinu 2021 og vann Sambandsdeildina á sínum tíma þar.
Mourinho varð 61 árs gamall í gær en hann hefur þjálfað stórlið á sínum ferli og má nefna Chelsea, Inter Milan, Real Madrid, Manchester United og Tottenham.
Mourinho er hættur að fylgja Roma á Instagram síðu sinni en talið er að hann sé afskaplega óánægður með brottreksturinn.
Gengið var svo sannarlega ekki gott í vetur en Roma hefur tapað sjö af 21 leik og situr í áttunda sæti.
Greint er frá því að Mourinho sé alls ekki sáttur með vinnubrögð Roma en hann vildi meiri tíma til að snúa gengi liðsins við.
Hvert Portúgalinn fer næst er óljóst en hann hefur verið orðaður við félög í Sádi Arabíu.