Everton er úr leik í enska bikarnum eftir leik gegn Luton í dag en spilað var á Goodison Park í Liverpool.
Luton vann óvæntan 2-1 sigur í þessum leik en Cauley Woodrow gerði sigurmarkið á lokamínútu leiksins.
Brighton er þá komið áfram eftir annan úrvalsdeildarslag en liðið gerði fimm mörk gegn Sheffield United.
Joao Pedro átti stórleik fyrir gestina og gerði þrennu en vissulega komu tvö mörk af vítapunktinum.
Hér má sjá úrslit dagsins.
Everton 1 – 2 Luton
0-1 Vitaliy Mykolenko(sjálfsmark)
1-1 Jack Harrison
1-2 Cauley Woodrow
Sheffield Utd 2 – 5 Brighton
0-1 Facundo Buonanotte
0-2 Joao Pedro(víti)
1-2 Gustavo Hamer
2-2 William Osula
2-3 Joao Pedro(víti)
2-4 Joao Pedro
2-5 Danny Welbeck
Leicester City 3 – 0 Birmingham
1-0 Jamie Vardy
2-0 Yunus Akgun
3-0 Dennis Praet
Leeds 1 – 1 Plymouth
1-0 Jaidon Anthony
1-1 Adam Randell