Guy Smit markvörðurinn knái er að ganga í raðir KR. Þessu er haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Smit sem er frá Hollandi hefur spilað fyrir Leikni, Val og ÍBV hér á landi en er nú samningslaus.
Smit er ætlað að taka stöðuna í marki KR en Ögmundur Kristinsson hefur verið orðaður við liðið undanfarið. Hann er hins vegar ekki á heimleið eins og sakir standa.
Smit var afar öflugur með Leikni en fann sig ekki hjá Val og á síðasta ári féll hann með ÍBV úr Bestu deildinni.