Jurgen Klopp stjóri Liverpool mun hætta sem þjálfari liðsins í sumar. Þetta staðfestir hann í dag.
Hann segist vera orðinn orkulaus í starfinu sem hann hefur nú verið í frá árinu 2015.
„Ég tek þessa ákvörðun því ég tel að ég verði að taka hana, ég er að verða orkulaus í þessu starfi. Ég hef vitað þetta lengi að ég yrði að greina frá þessu.“
„Ég er góður núna en ég veit að ég get ekki unnið þetta starf aftur og aftur. Eftir öll árin saman og tímann sem við höfum átt saman, ég elska ykkur og vildi segja ykkur sannleikann.“
Ítarlegt viðtal við Klopp er hér að neðan.