Sigurður Arnar Magnússon verður áfram leikmaður ÍBV og tekur þátt með liðinu í Lengjudeildinni á þessu ári.
Sigurður er 24 ára varnarmaður sem hefur einnig leikið á miðjunni í nokkrum leikjum, en hann er Eyjamaður mikill og kemur til með að gera atlögu að sæti í efstu deild með ÍBV á árinu.
ÍBV féll úr Bestu deildinni í fyrra og verður því í næst efstu deild í sumar.
Sigurður hefur leikið fyrir ÍBV alla sína ævi, fyrir utan 5 leiki sem hann lék með KFS í 4. deildinni þar sem hann skoraði 4 mörk. Hann hefur leikið 110 leiki í efstu tveimur deildunum fyrir ÍBV og skorað í þeim 10 mörk.