Kalvin Phillips er genginn í raðir West Ham á láni frá Manchester City út þetta tímabil.
Enski miðjumaðurinn fór til City fyrir síðustu leiktíð en hann hefur fengið ansi takmarkaðan spiltíma.
Það vantaði þó ekki titlana á tíma Phillips hjá City en hann var til að mynda hluti af liðinu sem vann þrennuna í vor.
Alls spilaði Phillips 911 mínútur fyrir City og vann 5 titla. Hann vann því titil fyrir hverjar 182 spilaðar mínútur hjá félaginu.
Kalvin Phillips won a trophy for every 182 minutes he played at Man City 🏆 pic.twitter.com/2CRTY5vm9Y
— Football on TNT Sports (@footballontnt) January 23, 2024