Lögreglan í London hefur farið fram á það að leiktíminn á úrslitaleik Chelsea og Liverpool verði færður til af ótta við átök stuðningsmanna.
Lögreglan vill að leikurinn hefjist eigi síðar en 15:00 en leikurinn er settur á 25 febrúar.
Leiktíminn í dag er klukkan 16:30 en lögreglan telur að þá verði ölvun stuðningsmanna verði orðin of mikill.
Nokkur rígur er á milli þessara félaga en þau hafa leikið marga stóra leiki síðustu ár.
Bæði lið tryggðu sér farmiða á Wembley í vikunni en nú fer lögreglan fram á að leiktímanum verði breytt.