Það má segja að tíðindi dagsins af Jurgen Klopp stjóra Liverpool hafi komið á óvart. Klopp greindi frá því að hann myndi hætta með Liverpool í sumar.
Klopp sagði frá því að hann hefði tekið ákvörðun í nóvember um að hætta og nú væri tímabært að greina frá því.
Klopp hefur einu sinni orðið enskur meistari og unnið Meistaradeildina einu sinni. Hann getur bætt titlum í safnið áður en hann hættir.
Klopp tók við þjálfun Liverpool árið 2015 þegar liðið hafði átt í talsverðum vandræðum um langt skeið. Óvíst er hvert næsta skref Klopp á ferlinum er en ljóst má vera að mörg stórveldi horfa til hans.
Klopp hefur hingað til stýrt Liverpool til sigurs í 199 deildarleikjum, jafnteflin hafa orðið 74 og Klopp hefur tapað 44 leikjum.
Að meðaltali hefur Klopp náð í 2,2 stig í leik sem er magnaður árangur og ótrúlegt að titlarnir hafi ekki orðið fleiri.
🇩🇪 Jurgen Klopp’s Premier League managerial record:
✅ Wins: 199
🤝 Draws: 74
❌ Losses: 44
📊 Points per game: 2.12 pic.twitter.com/03a2vsj3sc— WhoScored.com (@WhoScored) January 26, 2024