Það kom flestum stuðningsmönnum Liverpool í opna skjöldu þegar Jurgen Klopp tilkynnti að hann myndi hætta sem stjóri liðsins í morgun. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var þar engin undantekning.
Klopp er að hætta eftir níu ára starf þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna.
Jón var gestur í Dr. Football í dag og stóðu tökur yfir þegar tíðindin af Klopp bárust. Meðlimir þáttarins voru ansi hissa, engin þó meira en Jón.
Hér að neðan má sjá viðbrögð hans við tíðindunum.