Nemanja Matic er að ganga í raðir franska liðsins Lyon frá Rennes.
Miðjumaðurinn reynslumikli, sem lék áður fyrir Chelsea og Manchester United, gekk í raðir Rennes frá Roma í sumar en honum og fjölskyldu hans líkar ekki lífið í norðvestur-Frakklandi.
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Matic væri hreinlega farinn í verkfall og það hefur nú borið árangur fyrir kappann.
Félögin hafa náð samkomulagi og mun Matic skrifa undir samning til ársins 2026.
🚨🔴🔵 Nemanja Matić, on the verge of joining Olympique Lyon!
Deal in place also between clubs with Rennes — as @FabriceHawkins called.
Verbal agreement in place with Matić on contract valid until June 2026 — now waiting on documents and signature.
Here we go soon 🇷🇸 pic.twitter.com/Q4VdeRFyDl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2024