Samkvæmt enskum blöðum hefur Manchester United hafnað því boði að fá Karim Benzema í sínar raðir nú í janúar. Félagið er passa upp á budduna sína.
United þarf að fara varlega til að fara í gegnum FFP reglur UEFA og ætlar félagið ekki að taka neina séns.
Benzema vill ólmur losna frá Sádí Arabíu eftir nokkra mánuði þar í landi en óvíst er hvort að það takist.
Benzema er einn launahæsti leikmaður í heimi hjá Al Itthiad og fær þar 86 milljónir punda í árslaun, hann er hins vegar ekki ánægður með lífið þar.
Líkur eru á að Benzema fari frá félaginu nú í janúar en United hefur afþakkað boðið þrátt fyrir að vera aðeins með einn framherja, í Rasmus Hojlund.
Anthony Martial fór í aðgerð í vikunni og spilar lítið það sem eftir lifir tímabils.