Cathy Fischer er ansi vinsæl á samfélagsmiðlum en hún er einnig fyrrum eiginkona knattspyrnumannsins Mats Hummels.
Fischer birti myndir á dögunum þar sem hún sat fyrir nakin. Ensku götublöðin fjalla um þetta og benda á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hún birtir slíkar myndir.
Hún er með 629 þúsund fylgjendur á Instagram og voru aðdáendur hrifnir af færslu hennar.
Fischer og Hummels giftu sig árið 2015 en skildu árið 2022.
Hummels er á mála hjá Dortmund í dag en á einnig fjölda leikja að baki fyrir Bayern Munchen, sem og þýska landsliðið.
Hér að neðan eru myndirnar umræddu af Fischer.