Jonathan Johnson sérfræðingur í franska boltanum segir að það gæti orðið erfitt fyrir Kylian Mbappe að finna sér nýtt félag næsta sumar. Ástæðan er sú að han ætlar sér að spila á Ólympíuleikunum.
Mbappe verður samningslaus hjá PSG næsta sumar en franska félagið telur ágætis líkur á því að hann verði þar áfram.
Mbappe ætlar á Evrópumótið með Frökkum í sumar en hann ætlar sér einnig að taka þátt í Ólympíuleikunum sem fram fara í París.
„Það hefur ekkert gerst, í hvert skipti sem Mbappe fer í viðtöl þá er hann spurður en hann segir lítið,“ segir Johnson.
„Mbappe hefur rætt það ítrekað við fjölmiðla að hann vilji spila á Ólympíuleikunum næsta sumar. Þeir eru í París og byrja um leið og Evrópumótið er búið. Það væri erfitt fyrir Liverpool og Real Madrid sem dæmi að taka slíku.“
„Hann ætlar sér á þessa leika, þetta er því áskorun fyrir félag sem ætlaði að borga svona laun fyrir Mbappe.“