Manchester United gæti farið þá leið að selja fjóra uppalda leikmenn í sumar sem teljast þá sem hreinn hagnaður í FFP kerfinu sem UEFA er með um fjármál félaga.
United er á tæpasta vaði í reglum FFP og getur ekki eytt fjármunum í leikmenn nú í janúar.
Mason Greenwood verður líklega seldur í sumar og telur félagið að möguleiki sé á því að fá 40 milljónir punda fyrir kappann.
Scott McTominay er annar þeirra sem gæti verið seldur þó viðræður um nýjan samning hafi átt sér stað. West Ham hefur áhuga.
Hannibal Mejbri og Alvaro Fernandez voru lánaðir nú í janúar en Sevilla og Benfica geta keypt þá leikmenn í sumar. Telur félagið sig geta safnað 100 milljónum punda fyrir þessa leikmenn.
Aaron Wan-Bissaka, Casemiro, Antony og Jadon Sancho eru svo leikmenn sem Sir Jim Ratcliffe og hans fólk vill selja í sumar.