Eden Hazard birti skemmtilega mynd á samfélagsmiðla í gær með vodka-kónginum Charlie Morgan.
Þeir félagar eiga sér heldur betur sögu en árið 2013 var Hazard rekinn af velli í leik Chelsea gegn Swansea í enska deildabikarnum. Morgan, þá 17 ára gamall, var þá boltastrákur og ákvað hann að tefja sem pirraði Hazard verulega. Það endaði með því að Belginn sparkaði í Morgan og fékk að fjúka af velli.
Margt hefur breyst á ellefu árum en í Morgan gerir nú virkilega vel í vodka-bransanum og er metinn á 40 milljónir punda.
Hazard tilkynnti í nóvember að hann hefði lagt skóna á hilluna, en hann yfirgaf Real Madrid í sumar.
Við myndina í gær af Hazard og Morgan skrifaði sá fyrrnefndi: „Það góða við að hætta í fótbolta er að þú getur hitt gamla vini. Þú hefur náð langt á 11 árum vinur minn.“
Hér að neðan má sjá myndina og enn neðar er myndband af atvikinu umrædda sem varð til þess að Hazard fékk rautt spjald.
HAZARD KICKS BALLBOY 🤯
On this day in 2013, EDEN HAZARD was sent off for Chelsea after kicking Swansea City ballboy Charlie Morgan. 11 years on and Charlie is now reportedly worth $50m thanks to the vodka brand he founded. 🤣pic.twitter.com/rpaQZqJNdS
— Men in Blazers (@MenInBlazers) January 23, 2024