Tveir knattspyrnumenn eru á lista yfir tíu hæst launuðu íþróttamenn allra tíma.
Þetta kemur fram í samantekt Sportico. Þar trónir körfuboltagoðsögnin Michael Jordan á toppnum, enda gert vel í viðskiptum eftir ferilinn. Hann hefur rakað inn alls 3,3 milljörðum Bandaríkjadala.
Golfarar eru áberandi á listanum en fótboltamennirnir tveir eru Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Ronaldo, sem er á mála hjá Al-Nassr í dag, er í fimmta sæti eftir að hafa rakað inn 1,58 milljarði Bandaríkjadala. Messi er í því sjöunda með 1,41 milljarð.
Hér að neðan má sjá listann í heild.