Al Nassr í Sádí Arabíu hefur áhuga á því að kaupa tvo leikmenn frá Manchester United næsta sumar. Það er Talksport sem heldur þessu fram.
Þar segir að félagið hafi bæði áhuga á Casemiro og Aaron Wan-Bissaka.
Vitað er að United hefur áhuga á því að selja Casemiro næsta sumar eftir aðeins tvö ár hjá félaginu, þessi fyrirliði Brasilíu átti gott fyrsta tímabil.
Wan-Bissaka er leikmaður sem United hefði áhuga á að halda í en viðræður um nýjan samning hafa ekki gengið vel.
United gæti samkvæmt fréttum verið opið fyrir því að selja Casemiro nú í janúar en Talksport segir að Wan-Bissaka verði áfram út tímabilið, hið minnsta.