Chris Hughton var rekinn sem landsliðsþjálfari Gana eftir að hafa mistekist að koma liðinu upp úr riðli sínum á Afríkukeppninni.
Undir stjórn Hughton vann Gana ekki leik á mótinu og eftir jafntefli gegn Mósambík var honum sagt upp störfum. Liðið ætlaði sér mun stærri hluti.
Hughton er fyrrum írskur landsliðsmaður og hefur stýrt fjölda liða á Englandi. Hann tók við sem landsliðsþjálfari Gana í fyrra en er nú farinn þaðan eftir stutta dvöl.
The Ghana Football Association wishes to announce that Chris Hughton has been relieved of his duties as head coach of the senior National team with immediate effect.https://t.co/MjDiKZZfPV
— 🇬🇭 Ghana Football Association (@ghanafaofficial) January 23, 2024