Newcastle United hefur hafnað tilboði frá FC Bayern í hægri bakvörðinn, Kieran Trippier. Frá þessu segja enskir miðlar.
Bayern lagði fram 12 milljóna punda tilboð í Trippier í gær en Newcastle henti því strax í ruslið.
Trippier sem er 33 ára gamall vill sjálfur fara til Bayern en enska félagið vill ekki sleppa honum.
The Athletic segir að skilaboðin frá Newcastle séu einföld, Trippier er ekki að fara fet.
Bayern vill bæta við hægri bakverði nú í janúar og ekki er talið útilokað að félagið geri eitt tilboð til viðbótar í Trippier.