Karim Benzema framherji Al-Ittihad hefur formlega óskað eftir því við félagið að hann fái að losna frá félaginu fram á sumar.
Benzema kom til Al-Ittihad síðasta sumar en hefur ekki líkað við lífið hjá félaginu.
Samkvæmt AFP hefur Benzema óskað eftir því að fara nú í janúar og koma aftur til baka næsta sumar og taka stöðuna.
Forráðamenn deildarinnar í Sádí Arabíu lögðu til að Benzema færi í nýtt lið í deildinni en hann á að hafa hafnað því.
Benzema hefur ekki æft með Al-Ittihad síðustu vikur og vonast hann til þess að komast til Evrópu á næstu dögum.