Andre Onana markvörður Manchester United varð brjálaður þegar honum var skellt á bekkinn í leik gegn Gambíu á Afríkumótinu í knattspyrnu í gær.
Onana var mjög óvænt á bekknum þegar Kamerún þurfti sigur en liðið vann 3-2 dramatískan sigur á Gambíu.
Því er haldið fram í fjölmiðlum í Kamerún að það hafi ekki verið þjálfarinn Rigobert Song sem tók þessa ákvörðun heldur forseti sambandsins, Samuel Eto´o.
Eto´o er sagður skipta sér hressilega af liðsvalinu en hann er líklega fremsti knattspyrnumaður í sögu Kamerún.
Onana var brjálaður yfir þessu og er sagður hafa hnakkrifist við forsetann þegar hann komst að því að búið væri að henda honum á bekkinn.
Onana yfirgaf landslið Kamerún á HM í Katar árið 2022 þegar hann reifst við Eto´o um hvort spila ætti frá markinu eða ekki. Ekki er talið ólíklegt að Onana hendi sér aftur heim ef ástandið lagast ekki á næstu dögum.