Í myndbandi sem nú gengur um samfélagsmiðla er Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, spurður spjörunum úr.
Er bakvörðurinn meðal annars spurður að því hvaða leikmanni úr sögunni hann hefði mest viljað spila með.
„Thierry Henry,“ svarar Trent án þess að hika.
Enskir miðlar vekja athygli á þessu og að Trent hafi ekki valið neina goðsögn Liverpool, eitthvað sem allra hörðustu stuðningsmenn liðsins gætu pirrað sig á.
Trent hefur verið frábær fyrir Liverpool á þessari leiktíð, en liðið er með 5 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir.
66 seconds with Liverpool’s 66@TrentAA 🏆 #LFC pic.twitter.com/4k0ZAfdZIW
— Professional Footballers’ Association (@PFA) January 19, 2024