Katarinn Hassan Al-Haydos skoraði í gær það sem verður sennilega tekið til greina sem mark ársins þegar það líður undir lok.
Þá mætti Katar liði Kína á Asíubikarnum.
Markalaust var þar til á 66. mínútu en þá skoraði Al-Haydos sigurmarkið með ótrúlegu skoti eftir hornspyrnu.
Með sigrinum vann Katar riðil sinn með fullt hús og flýgur inn í 16-liða úrslit.
Mark Al-Haydos má sjá hér að neðan.
Hassan Al-Haydos with an absolute beauty! 🤩
Qatar's captain comes off the bench to score a belter. 🚀 pic.twitter.com/thtlkhfrwX
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) January 22, 2024