Svo virðist vera sem West Ham leiði kapphlaupið um Kalvin Phillips, miðjumann Manchester City.
Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að miðjumaðurinn er á förum frá þreföldum meisturum City en frá því hann gekk í raðir félagsins fyrir síðustu leiktíð hefur hann lítið fengið að spila.
Phillips hefur verið orðaður hingað og þangað en Fabrizio Romano segir frá því að West Ham eigi í viðræðum við City um leikmanninn. Búast megi við nánari fregnum í þessari viku.
Phillips var áður hjá Leeds þar sem hann stóð sig ansi vel. Þá er hann enskur landsliðsmaður og vill spiltíma fyrir EM í sumar.
🚨⚒️ West Ham and Man City are in direct contact for Kalvin Phillips. More will follow this week as West Ham want to insist on this one.
Barça are currently not working on this deal, as stated in the morning. pic.twitter.com/KdxNGmkp66
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 22, 2024