Áhrifavaldurinn Claudia Kowalczyk er ansi vinsæl á samfélagsmiðlum, þá aðallega fyrir sérstakan hæfileika hennar. Hún er kölluð „Drottning twerksins“ og stendur heldur betur undir nafni.
Kowalczyk er unnusta Jakub Kiwior, leikmanns Arsenal.
Hún birtir reglulega myndir og myndbönd af sér sem vekja mikla athygli og rata oftar en ekki í ensku götublöðin.
Á dögunum birti Kowalczyk hins vegar mynd af sér á ströndinni sem stjórnendur Instagram voru ekki alveg sáttir við.
„Það má ekki mæla með þessu við fólk sem fylgir þér ekki,“ stóð í skilaboðum frá miðlunum til Kowalczyk.
„Ég er alltaf bönnuð. Myndirnar á ströndinni eru svo slæmar en samt er öllum öðrum sama. Hvernig fara þau að þessu?“ skrifaði Kowalczyk.
Hér að neðan má sjá myndina sem um ræðir og stjórnendur Instagram voru ósáttir við.