Tottenham hefur hafnað tilboði frá Sádí Arabíu í varnarmanninn Emerson Royal ef marka má ensku blöðin í dag, Tilboðið kom frá Al-Nassr.
Landsliðsmaðurinn frá Brasilíu er ekki lengur í lykilhlutverki hjá Tottenham þegar allir eru heilir heilsu.
Royal var keyptur til Tottenham frá Barcelona sumarið 2021 fyrir 26 milljónir punda.
Al-Nassr hefur áhuga á að fá Royal í sínar raðir og er félaigð nú að skoða það að hækka tilboðið sitt í Royal.
Talið er að fyrsta boð Al-Nassr hafi verið í kringum 20 milljónir punda en Cristiano Ronaldo, Alex Telles og Aymeric Laporte eru allir leikmenn félagsins í dag.