fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Sigurður skorar á mótshaldara að bjóða börnum frá Grindavík að koma frítt – Strax komið fallegt svar frá Akureyri

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. janúar 2024 13:44

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Óli Þorleifsson, fyrrum dómari í knattspyrnu skorarar á alla mótshaldara í sumar að bjóða börnum frá Grindavík að koma frítt á mótin. Ljóst er að börn og aðrir úr Grindavík komast ekki til síns heima á næstunni.

Fjölskyldur úr Grindavík hafa þurft að koma sér fyrir víða um land en börnin eiga sér þann draum að spila saman í sumar á þeim knattspyrnumótum sem verða.

Sigurður birti færslu um málið á Facebook og strax eru byrjuð að koma svör. „Næsta sumar eru framundan stórskemmtileg knattspyrnumót. Eins og N1 mótið, Orkumótið, TM mótið og fleiri. Þó við Grindvíkingar séum dreifðir um sv-hornið og jafnvel víðar og börnin okkar að æfa með hinum ýmsu liðum sem hafa tekið börnin okkar opnum örmum og eiga allt þakklæti fyrir. Þá viljum við þó ekki nema væri að spila undir merkjum GrIndavíkur Knattspyrnudeild Grindavíkur UMFG á þessum mótum. Þannig að börnin okkar hittist og haldi sínum vinskap. Ég veit að víða á heimilum okkar Grindvíkinga er þung fjárhagsleg staða í þessari óvissu allri. Og þó að ríkisstjórnin komi með “björgunarpakka” þá er það einungis til að koma okkur á fætur,“ skrifar Sigurður.

Hann skoraði svo á flest þau félög sem halda mót á sumrin að bjóða börnunum að koma frítt á mótin. „ð bjóða börnum úr Grindavík endurgjaldslaust á þessi mót. Trúið mér, þetta er ekki stórt fyrir ykkur, en risastórt fyrir Grindvíska samfélagið ❤️ með von um að þessi pistill fari á flug, þar sem að núna kemur að staðfestingargreiðslum ofl varðandi mótin. Ef þær áhyggjur yrðu teknar í burtu, þá væri það mikil hjálp á mörgum brotnum heimilum.“

Sigurður fékk fljótlega eftir pistilinn skilaboð frá Akureyri um að allir úr Grindavík myndu fá frítt á N1 mótið á Akureyri sem haldið er fyrir 5. flokk karla. „Ég var að fá yndislegan póst frá KA. KA býður Grindvíkingum á N1 mótið endurgjaldslaust. Takk KA,“ skrifar Sigurður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu
433Sport
Í gær

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar
433Sport
Í gær

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert