Samkvæmt enskum götublöðum er Manchester United með það til skoðunar að hreinlega rifta samningi Casemiro næsta sumar.
Casemiro mun eiga tvö ár eftir af samningi sínum næsta sumar en hann er að klára sitt annað tímabil á Old Trafford.
Casemiro var mjög öflugur á síðustu leiktíð en hefur eins og aðrir ekki verið í sínu besta formi í ár.
Sir Jim Ratcliffe ætlar að taka til hjá félaginu næsta sumar og er Casemiro einn þeirra leikmanna sem eru í óvissu með framtíð sína.
Ef United færi í það að rifta samningi Casemiro gæti hann gert kröfu á 20 milljóna punda greiðslu eða 3,5 milljarð króna.
Casemiro kom til United frá Real Madrid fyrir 70 milljónir punda sumarið 2022.