fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Gagnrýnir Vöndu og krefst útskýringa – „Þetta er bara siðlaust og ég veit ekki hvað henni gengur til“

433
Mánudaginn 22. janúar 2024 07:00

Vanda Sigurgeirsdóttir. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttaspekingurinn Mikael Nikulásson var gestur í Íþróttavikunni sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjóvnarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

HB_ITR302_NET.mp4

play-rounded-fill play-rounded-outline play-sharp-fill play-sharp-outline
pause-sharp-outline pause-sharp-fill pause-rounded-outline pause-rounded-fill
00:00
04:25

HB_ITR302_NET.mp4

Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, skrifaði í vikunni undir nýjan samning við KSÍ. Mikael og Hrafnkell setja spurningamerki við þetta.

„Það gætu fimm landsliðsmenn hætt eftir mars-verkefnið. Þá þarf að skoða allt upp á nýtt,“ segir Hrafnkell en Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM í mars.

Mikael telur ráðninguna ansi ótímabæra en bæði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz stíga frá borði í næsta mánuði. Þorvaldur Örlygsson og Guðnin Bergsson sækjast eftir því að verða næsti formaður sambandsins.

„Þetta er eiginlega bara ólöglegt. Það þarf einhverjar útskýringar á þessu,“ segir Mikael.

„Þetta er bara fyrirtæki. Það er nýtt fólk að koma inn eftir mánuð og það er verið að ráða í stærstu stöðuna í fyrirtækinu. Ef ég væri Toddi eða Guðni núna væri ég brjálaður. Þetta er bara siðlaust og ég veit ekki hvað henni gengur til.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
Hide picture