Íþróttaspekingurinn Mikael Nikulásson var gestur í Íþróttavikunni sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjóvnarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, skrifaði í vikunni undir nýjan samning við KSÍ. Mikael og Hrafnkell setja spurningamerki við þetta.
„Það gætu fimm landsliðsmenn hætt eftir mars-verkefnið. Þá þarf að skoða allt upp á nýtt,“ segir Hrafnkell en Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM í mars.
Mikael telur ráðninguna ansi ótímabæra en bæði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz stíga frá borði í næsta mánuði. Þorvaldur Örlygsson og Guðnin Bergsson sækjast eftir því að verða næsti formaður sambandsins.
„Þetta er eiginlega bara ólöglegt. Það þarf einhverjar útskýringar á þessu,“ segir Mikael.
„Þetta er bara fyrirtæki. Það er nýtt fólk að koma inn eftir mánuð og það er verið að ráða í stærstu stöðuna í fyrirtækinu. Ef ég væri Toddi eða Guðni núna væri ég brjálaður. Þetta er bara siðlaust og ég veit ekki hvað henni gengur til.“
Umræðan í heild er í spilaranum.